5. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. september 2022 kl. 15:05


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 15:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 15:05
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 15:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 15:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 15:21
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 15:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 15:05

Ingibjörg Isaksen boðaði forföll.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 16:53.
Bjarni Jónsson vék af fundi vegna annarra þingstarfa kl. 16:57.
Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi vegna annarra þingstarfa kl. 17:01.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá matvælaráðherra á 153. löggjafarþingi Kl. 15:42
Á fund nefndarinnar komu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Karl Gautason og Björn Helgi Barkarson frá matvælaráðuneytinu. Kynnti ráðherra þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 15:46
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ólaf Kjartansson framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Því næst fékk nefndin á sinn fund Magnús Jóhannesson stjórnarformann Úrvinnslusjóðs.

4) Fræðsluferð til Bretlands 2022 Kl. 17:08
Samþykkt var að fræðsluferð nefndarinnar til Bretlands yrði í nefndadagaviku í janúar, þ.e. 17. - 20. janúar 2023.

5) 167. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 17:07
Frestað.

6) 16. mál - framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 Kl. 17:07
Frestað.

7) Önnur mál Kl. 17:13
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:17